×
Persónuvernd

Þegar þú skoða vefsíðu er líklegt að hún visti eða sæki upplýsingar frá vafranum þínum, aðallega frá „vefkökum“. Þessar upplýsingar, sem geta verið um þig, valkosti þína eða tækið þitt (tölvu, spjaldtölvu eða síma), eru aðallega notaðar til að vefurinn virki eins og þú gætir átt von á. Þú getur fundið frekari upplýsingar um hvernig við notum vefkökur á þessu vefsetri og komið í veg fyrir að kökur séu notaðar að óþörfu með því að smella á mismunandi flokka hér fyrir neðan. Hins vegar, ef þú afvirkjar kökur mun það hafa áhrif á það hvernig vefsíðan virkar fyrir þig og þjónustuna sem við gerum veitt þér.

Miðbæjarradíó er 45 ára fyrirtæki sem hefur þjónað íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum í gegnum tíðina.

Við höfum átt allt og getað reddað öllu!

Tímarnir breytast og mennirnir með. Í dag borgar sig ekki að gera við hluti sem þótti sjálfsagt að gera við fyrir nokkrum árum. Tækninni fleygir líka fram og nýjar vörur koma á markað daglega. Tæki dagsins í dag eru oft og tíðum mun fullkomnari en þau eldri og kosta jafnvel minna.

Styrkur okkar felst í skilningi á þörfum viðskiptavina og getunni til að nálgast það sem þarf þegar það þarf auk þess að bjóða fyrirtækjum þjónustu í formi lausna.

Höfuð lausnir okkar eru:

  • Aðfangalausnir
  • Rekstrarlausnir
  • Samstarfslausnir (Collaboration)
  • Sérlausnir

Okkar áherslur eru á fyrirtækjamarkað og við leggjum okkur fram um að skilja þarfir og kynnast því fólki sem við störfum með og þjónum.

Við sinnum markaðnum í gegnum samstarfsaðila sem eru fagfólk á sviði rafeindatækni, tölvubúnaðar og hugbúnaðarlausna auk þess að vera með þjónustumiðstöð í Ármúla 17 og gríðarlega öfluga vefverslun.

Í Ármúlanum erum við með þjónustumiðstöð með verslun auk aðstöðu til að taka á móti viðskiptavinum og samstarfsaðilum í Stjórnstöðinni okkar.

Í stjórnstöðinni getum við boðið upp á kynningar, námskeið og samstarfsfundi þar sem við hjálpumst að við að skilgreina og móta lausnir og afurðir sem geta komið út úr samstarfi okkar og henta markaðnum á hverjum stað.

Ný vefverslun með tengingar við eigin birgðir og vöruhús samstafsaðila okkar opnar aðgang að milljónum vörunúmera. 

Í samvinnu við öfluga birgja þá getum við afgreitt vörur sem til eru á lager erlendis á 2-3 dögum, jafnvel daginn eftir þegar pantað er að morgni.

Við höfum þrjú gildi að leiðarljósi:

  • Þekking,  á þörfum markaðar, eigin getu og eiginleikum okkar baklands.
  • Skilningur,  á komandi þörf og hvernig hægt er að skapa gagnkvæm tækifæri.
  • Virðing, fyrir umhverfi okkar, samstarfsaðilum og okkur sjálfum.

Opnunartími þjónustumiðstöðvar er frá 9.00 - 17.00 alla virka daga og símanúmer okkar er 552-8636.

Á mbr@mbr.is ert þú alltaf númer eitt í röðinni og við svörum reglulega fyrirspurnum sem okkur berast og hringjum til baka sé þess óskað.