×
Persónuvernd

Þegar þú skoða vefsíðu er líklegt að hún visti eða sæki upplýsingar frá vafranum þínum, aðallega frá „vefkökum“. Þessar upplýsingar, sem geta verið um þig, valkosti þína eða tækið þitt (tölvu, spjaldtölvu eða síma), eru aðallega notaðar til að vefurinn virki eins og þú gætir átt von á. Þú getur fundið frekari upplýsingar um hvernig við notum vefkökur á þessu vefsetri og komið í veg fyrir að kökur séu notaðar að óþörfu með því að smella á mismunandi flokka hér fyrir neðan. Hins vegar, ef þú afvirkjar kökur mun það hafa áhrif á það hvernig vefsíðan virkar fyrir þig og þjónustuna sem við gerum veitt þér.

Vöruupplýsingar og verð

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.

Miðbæjarradíó áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara og tekur ekki ábyrgð á misritun eða myndbrengli. Myndir við vörur eru aðeins til viðmiðunar.

Miðbæjarradíó áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Net-verð gildir aðeins ef verslað er í vefverslun en ekki í verslun okkar í Ármúla.

Afhending vöru

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Miðbæjarradíó ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Miðbæjarradíó til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Ábyrgð

Ábyrgð á vörum er almennt til tveggja ára frá söludegi þegar um neytendakaup er að ræða. Ef reikningur er gerður á kennitölu fyrirtækis er eins árs ábyrgð á vörum. Tekin er ábyrgð á framleiðslu- og efnisgöllum vöru. Ekki er tekin ábyrgð á rekstrarvörum eða eðlilegu sliti eða vörum sem eiga ekki að endast út ábyrgðatímann. Ábyrgð fellur úr gildi hafi verið gerð tilraun til lagfæringa eða skoðunar af öðrum aðila en Miðbæjarradíó eða þeim sem Miðbæjarradíó hefur falið þjónustu við umrædda vöru.

Reikningur gildir sem ábyrgðaskírteini og skal framvísa honum þegar komið er með vöru til viðgerðar.

Vöruskil

Miðbæjarradíó reynir að verða við óskum viðskiptavina um skil á vöru sé því viðkomið innan 14 daga frá söludegi. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Skilaréttur gildir ekki um eftirfarandi vöruflokka; smátölvur og opin þróunarbúnað, rekstrarvörur, sérpantaðar vörur, rafeindaíhluti, efnavöru sem ekki er innsigluð og vörur sem hægt er að fullnýta innan ofangreinds tímaramma. Einnig gildir ekki skilaréttur á útsöluvöru eða Netverðs-vörum. Miðbæjarradíó áskilur sér rétt til að taka 15% skilagjald sé þörf á því. Almennt er endurgreiðsla gerð með inneignarnótu eða inn á kreditkort. Til að fá endurgreiðslu skal framvísa reikningi með vörunni. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Sérpantanir

Miðbæjarradíó áskilur sér rétt til að fá vörur fyrirframgreiddar að hluta eða öllu leiti þegar um sérpantanir er að ræða.

Séu sérpantaðar vörur ekki sóttar og ekki hefur verið greitt fyrir þær að hluta eða öllu leiti verður gerður reikningur fyrir eftirstöðvum kaupanna og viðkomandi send innheimtukrafa. Eftir það verður sérpöntinin send til viðkomandi á þeirra kostnað.

Verð á vörum sem hægt er að sérpanta geta tekið breytingum í takt við breytingar á myntgengi.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi)
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.