×
Persónuvernd

Þegar þú skoða vefsíðu er líklegt að hún visti eða sæki upplýsingar frá vafranum þínum, aðallega frá „vefkökum“. Þessar upplýsingar, sem geta verið um þig, valkosti þína eða tækið þitt (tölvu, spjaldtölvu eða síma), eru aðallega notaðar til að vefurinn virki eins og þú gætir átt von á. Þú getur fundið frekari upplýsingar um hvernig við notum vefkökur á þessu vefsetri og komið í veg fyrir að kökur séu notaðar að óþörfu með því að smella á mismunandi flokka hér fyrir neðan. Hins vegar, ef þú afvirkjar kökur mun það hafa áhrif á það hvernig vefsíðan virkar fyrir þig og þjónustuna sem við gerum veitt þér.

Aðfangalausnir

 • Rammasamningar um útvegun efnis í ákveðnu magni á ákveðnum tíma með sveigjanleika í afhendingartíma sem getur hentað viðskiptavininum. Ávinningurinn er yfirsýn, gagnkvæmt traust, fyrirsjáanleiki og hagkvæmni.
 • Efnisleit felur í sér þjónustu við að finna ákveðið skilgreint efni eða finna efni með skilgreinda eiginleika. Íhlutamarkaður heimsins hegðar sér eins og aðrir markaðir þar sem framboð og eftirspurn sveiflast, úrelding er hröð og ekki alltaf fyrirsjáanleg og vöruskortur getur valdið viðskiptavinum búsifjum. Netverk okkar gerir okkur kleift að finna það sem við fyrstu sýn virðist vera óaðgengilegt og ómögulegt. Þetta er þjónusta sem kostar, en ávinningurinn getur verið mikill og skipt framleiðendur, rekstraraðila og þjónustuaðila sköpum. Ávinningur hér getur verið í stærðargráðum og tíminn sem sparast getur verið dýrmætur.
 • Vefvöruhús með viðskiptastýringu gerir okkur kleift að hafa alltaf opið og veita aðgengi að milljónum vörunúmera sem hægt er að finna hjá okkur og samstarfsaðilum erlendis. Fyrir aðila í reglulegu skilgreindu viðskiptasambandi við okkur koma þau verð og kjör sem hefur verið samið um, þegar leitað er í vefverslun þannig að menn hafa strax yfirsýn yfir eigin kostnað. Ávinningur er stöðugt aðgengi, lækkun viðskiptakostnaðar og aðgengi að heiminum í gegnum tengslanet okkar.
 • Sérpantanir geta bæði snúist um óvenjulegar vörur, óvenjulegan afgreiðslutíma eða óvenjulegt umfang til að bregðast við óvenjulegum aðstæðum sem fela í sér tækifæri, til sigra eða til að forðast áföll. Ávinningur hér er að þú færð það sem þú þarft sé yfir höfuð möguleiki að verða við óskum þínum og þannig hægt að nýta tækifærin og/eða koma í veg fyrir áföll.

Rekstrarlausnir

 • Rekstur véla og tækja sem eru meira og meira að þróast í stýringar og aukna sjálfvirkni með hærri væntingum um hagræði, sparnað og aukin afköst.  Við leggjum áherslu á að geta boðið lausnir sem draga úr sliti og líkum á að bilanir verði sem rekja má til lélegra sambanda í raflögnum. Ávinningurinn felst í stöðugu ástandi en við bilanir hverfur allur ávinningur og tjón getur orðið umtalsvert.
 • Stríð gegn sliti er verkefni sem við vinnum með Bandarískum samstarfsaðilum okkar, Caig Laboratories. Caig er með efnalausnir sem hefa einstaka eiginleika til að eyða riði, tæringu og áfellingu af málmum og koma í veg fyrir frekari tæringu og áfellingar. Þessi efni má finna í formi sprey, vökva, smurefna með fjölda útfærslna til að auðvelda vinnu og auka skilvirkni við notkun efnanna. 
 • Við vinnum með fyrirtækjum og samstarfsaðilum í að kortleggja, greina og bjóða svo efni sem geta dregið stórlega úr sliti og lengt líftíma hreyfanlegra hluta umtalsvert. Ekki sakar heldur að geymsluþol tækja við erfiðar aðstæður stórbatna og líkur á að tækið virki þegar á þarf að halda stóraukast. Ávinningur felst í aukinni yfirsýn og skilningi á ástandi búnaðar, minni viðhaldskostnaði og færri rekstraráföllum sem geta sparað stórfé.
 • Strið gegn slöppu sambandi er verkefni sem við vinnum með Bandarískum samstarfsaðilum okkar, Caig. Caig er með efnalausnir sem má finna í sprey formi, vökva og smurefnum með fjölda útfærslna til að auðvelda vinnu og auka skilvirkni við viðgerðir. 
 • Stóran hluta bilana í tækjum má rekja til vandamála í tengingum og rofabúnaði fyrir stýrimerki og aflstraum. Ókosturinn við þessar bilanir eru hversu draugakenndar þær eru og geta tekið á sig mismunandi birtingamynd eftir aðstæðum s.s. hitastigi, rakastigi, seltu, mengun, vindi og fleiru.
 • Við vinnum með fyrirtækjum og samstarfsaðilum í að kortleggja, greina og bjóða svo efni sem geta stór bætt leiðni og verndun sambanda og hjálpað þannig að útiloka léleg sambönd. Ekki sakar heldur að geymsluþol tækja við erfiðar aðstæður stórbatna og líkur á að tækið virki þegar á þarf að halda stóraukast. Ávinningur felst í aukinni yfirsýn og skilningi á ástandi búnaðar, minni viðhaldskostnaði og færri rekstraráföllum sem getur sparað stór fé.

Samvinnulausnir

Mannauður fyrirtækja er í flestum tilfellum stærsta auðlindin og um leið stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri fyrirtækjanna. Nýting mannauðs fyrirtækja og þess auðs sem býr hjá birgjum, samstarfsaðilum og viðskiptavinum skiptir sköpum og getur oft á tíðum ráðið úrslitum fyrir velgengni og afkomu fyrirtækja. Með skilvirkum lausnum á sviði tenginga, hljóðs, myndar og ferla getum við aukið starfsánægju og skilvirkni fyrirtækja.

 • Samskiptarými, stór og smá, hafa það sameiginlegt að geta tengt fólk á ólíkum stöðum og skapað upplifun sem er nógu nærri því að vera á sama stað. Öll aðstaða og val á búnaði miðar líka við að einfalda notkun og tryggja stöðuleika í virkni þeirra. Í samskiptarýmum er hægt að bjóða video, hljóð, gagnvirkni, útsendingar og upptökur þar sem fjartengingar tryggja að þátttakendur í fjarfundum/fyrirlestrum sjái og heyr allt það sem fer fram.
 • Ávinningur er bætt yfirsýn, hvatning og áhugi starfsfólks, minna dagbókarfótspor og minna kolefnisfótspor.
 • Stjórnver eiga það sameiginlegt með samskiptarýmum að þar starfar fólk að eftirliti og stjórnun á búnaði og starfsemi sem getur verið staðsett hvar sem er í heiminum. Yfirsýn, stjórnhæfni og öryggi eru lykilorð í stjórnrýmum og ekki skemmir að fólki líði vel og að aðstaðan dragi úr álagi með bættu starfsumhverfi.
 • Við bjóðum búnað og aðstoð við að tengja hvað sem er við skjáveggi sem við bjóðum, sem skapa yfirsýn og stjórnhæfi þess undirliggjandi búnaðar sem er verið að stýra og fylgjast með.
 • Ávinningur er bætt yfirsýn, einfaldari stjórnun, möguleiki á fjöltengingu/redundancy og auðveldum flutningi stjórnstöðvar ef aðstæður kalla á slíkt.

Sérlausnir 

 • Við fáum reglulega fyrirspurnir um verkefni sem þarf að leysa og metum þá með viðskiptavini hvort verkefnið feli í sér nægileg verðmæti til að leggja í vinnu og kostað. Í flestum tilfellum er það ásetningur sem byggir á skilningi sem setur af stað slík verkefni.
 • Sem dæmi um sérverkefni má nefna, ráðstefnusalur með samskiptum, hljóð, mynd, útsendingu og léttstýringu, fjölrýma hljóð og mynd með léttstýringu, fundarherbergi með hljóð, mynd og létt-stýringu.