Vöruflokkar

Birgjar

Framleiðendur

Fyrirtækið

Miðbæjarradíó hefur veitt landsmönnum þjónustu í meira en 40 ár. Fyrirtækið var stofnað af þeim hjónum Einari Ólafssyni, rafeindavirkjameistara og Ernu Oddsdóttur. Miðbæjarradíó var fyrstu árin eingöngu þjónustuverkstæði fyrir þekkt vörumerki. Árið 1998 hóf Miðbæjarradíó innflutning og sölu á rafeindavörum en verkstæðisþjónustu var hætt árið 1997.
Miðbæjarradíó hefur yfir 18.000 vörunúmer á lager og býður viðskiptavinum aðgang að um 500.000 vörunúmerum á raftæknisviði sem hægt er að fá með skjótum hætti. Með samstarfi við Farnell element 14 hefur Miðbæjarradíó tekist að veita góða þjónustu til viðskiptavina sinna sem illmögulegt er að gera með lagerhaldi á litlum markaði sem Ísland er.

Í október 2014 urðu eigendaskipti á Miðbæjarradíó ehf. þegar Kristinn Jóhannesson, rafmagnsverkfræðingur, keypti fyrirtækið með það að markmiði að byggja á þeim góða grunni sem Einar og Erna hafa byggt upp og efla það og bæta með aukinni þjónustu og vöruframboði.

Þann 3. ágúst 2015 flutti Miðbæjarradíó í Ármúla 17. Þar er fyrirtækið komið í betra húsnæði á betri stað.