Vöruflokkar

Birgjar

Framleiðendur

Ábyrgð

Ábyrgð á vörum er almennt til tveggja ára frá söludegi þegar um neytendakaup er að ræða. Ef reikningur er gerður á kennitölu fyrirtækis er eins árs ábyrgð á vörum. Tekin er ábyrgð á framleiðslu- og efnisgöllum vöru. Ekki er tekin ábyrgð á rekstrarvörum eða eðlilegu sliti eða vörum sem eiga ekki að endast út ábyrgðatímann. Ábyrgð fellur úr gildi hafi verið gerð tilraun til lagfæringa eða skoðunar af öðrum aðila en Miðbæjarradíó eða þeim sem Miðbæjarradíó hefur falið þjónustu við umrædda vöru.

Reikningur gildir sem ábyrgðaskírteini og skal framvísa honum þegar komið er með vöru til viðgerðar.

Vöruskil

Miðbæjarradíó reynir að verða við óskum viðskiptavina um skil á vöru sé því viðkomið innan 14 daga frá söludegi. Til að hægt sé að skila vöru verður hún að vera í upprunalegu ástandi og pakkningu með öllum viðeigandi fylgihlutum. Skilaréttur gildir ekki um eftirfarandi vöruflokka; smátölvur og opin þróunarbúnað, rekstrarvörur, sérpantaðar vörur, rafeindaíhluti, efnavöru sem ekki er innsigluð og vörur sem hægt er að fullnýta innan ofangreinds tímaramma.. Miðbæjarradíó áskilur sér rétt til að taka 15% skilagjald sé þörf á því. Almennt er endurgreiðsla gerð með inneignarnótu eða inn á kreditkort. Til að fá endurgreiðslu skal framvísa reikningi með vörunni.

Sérpantanir

Miðbæjarradíó áskilur sér rétt til að fá vörur fyrirframgreiddar að hluta eða öllu leiti þegar um sérpantanir er að ræða.

Séu sérpantaðar vörur ekki sóttar og ekki hefur verið greitt fyrir þær að hluta eða öllu leiti verður gerður reikningur fyrir eftirstöðvum kaupanna og viðkomandi send innheimtukrafa.

Verð á vörum sem hægt er að sérpanta geta tekið breytingum í takt við breytingar á myntgengi.

Vöruupplýsingar og verð

Miðbæjarradíó áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara og tekur ekki ábyrgð á misritun eða myndbrengli. Myndir við vörur eru aðeins til viðmiðunar.

Net-verð gildir aðeins ef verslað er í vefverslun en ekki í verslun okkar í Ármúla.


Nýjar vörur